Fréttir

31.1.2016

Sumarferðin 2016

Næsta sumarferð Rótarýklúbbsins Reykjavík-Miðborg verður farin 23.-26. júní 2016 til Skagafjarðar. Gist verður á gististaðnum Bakkaflöt. Farið verður í skoðunarferðir um Skagafjörð, ýmist á bilum eða fótgangandi. Margrét Guðmundsdóttir, formaður ferðanefndar klúbbins tekur við bókunum (margret@icepharma.is). Sumarferðirnar eru annálaðar skemmtiferðir. Því eru klúbbfélagar hvattir til að bregðast hratt við.