Fréttir

8.2.2017

Rótarýfundur hjá GAMMA

Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg heimsótti GAMMA Captial Management 6. febrúar 2017 í sögufrægum húskynnum félagsins að Garðastræti 37 í Reykjavík. Heimsóknin var í boði Gísla Haukssonar forstjóra GAMMA. Gísli og nokkrir úr stjórnendateymi félagsins tóku vel á móti klúbbélögum. Gísli ávarpaði hópinn og að því búnu var boðið upp á léttar veitingar.

Gísli Hauksson forstjóri GAMMA fór yfir helstu þætti í starfsemi félagsins. Félagið var stofnað 1. júní 2008 og hefur starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu sem rekstrarfélag verðbréfasjóða. Félagið rekur nokkra verðbréfasjóði auk þess sem það er umboðssali fyrir nokkra erlenda verðbréfasjóði. Meginstarfsemin felst í rekstri verðbréfasjóðanna og efnahagsráðgjöf. Félagið er með rúmlega 117 milljarða króna í stýringu. Meðal viðskiptavina þess eru öll tryggingafélög landins, 13 lífeyrissjóðir, bankar, fyrirtæki, efnameiri fjölskyldur og yfir 750 einstaklingar.

Hjá GAMMA starfa 35 manns með fjölbreytta menntun og reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Þar á meðal eru hagfræðingar, verkfræðingar, fjármálaverkfræðingar, viðskiptafræðingar, lögfræðingur, stærðfræðingur o.fl.

GAMMA hóf starfsemi í London 2015, fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið til að gera það eftir að aðgerðaáætlun um afnám fjármagnshafta var kynnt. Í London starfa sex manns með víðtæka þekkingu. GAMMA í London er sérstakt félag og með starfsleyfi frá breska fjármálaeftirlitinu. Hlutverk félagsins er að þjónusta íslenska viðskiptavini GAMMA sem og erlenda aðila sem hafa áhuga á að fjárfesta á Íslandi. Í ár er svo ráðgert að stofna skrifstofu GAMMA í New York. Gísli fór sérstaklega yfir þá möguleika til að fjárfesta erlendis sem nú eru loks að opnast á ný með rýmkun fjármagnshafta.

Gísli fjallaði almennt um fjárfestingu í verðbréfasjóðum og hvernig GAMMA getur náð góðum árangri með dreifingu fjárfestinga milli eignaflokka innanlands og utan. Þá fór hann yfir ráðgjafarverkefni sem félagið hefur unnið og nefndi sérstaklega skýrsluna Auðlindagarðurinn - Fjölþætt nýting jarðvarma á Reykjanesskaga sem unnin var fyrir HS Orku og Bláa lónið og skýrsluna Infrastructure Investment in Iceland sem unnin var félagið stóð sjálft að.

GAMMA leggur mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð, m.a. með öflugum stuðningi við menningarlíf í landinu. Félagið er aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þá styður félagið myndarlega við skákstarf í landinu. Félagið styður við bakið á Litla ljósinu (Little Sun) sem er vistvænn ljósgjafi hannaður af Ólafi Elíassyni í samstarfi við Fredrik Ottesen. Með því geta íbúar í órafvæddum löndum fengið öflugan ljósgjafa á viðráðanlegu verði. Loks má nefna að GAMMA rekur Gallerý GAMMA í húsakynnum sínum að Garðastræti 37 og gengst reglulega fyrir listsýningum.

Hér er tengill á glærur sem Gísli studdist við á fundinum: GAMMA---Erlendar-fjarfestingar