Fréttir

27.8.2008

Heimsókn í Árbæinn

Ágætu félagar

Fimmtudaginn 28.ágúst ætlar RRM að heimsækja Árbæjarklúbbinn. Mæting félaga er kl. 18.15 í Kornhúsinu í Árbæjarsafni. Fyrirlesari fundarins er Stefán Pálsson.

Dagskrá fundarins:

18.15: mæting klúbbfélaga í Kornhúsið, Árbæjarsafni
Kvöldverður.
Klúbbmál ef einhver eru.

Fyrirlestur: Umhverfi Elliðaárdalsins með sérstakri áherslu á nýtingu ánna og mikilvægi þeirra fyrir þróunarsögu Reykjavíkur.

Fyrirlesari er Stefán Pálsson sem er sagnfræðingur frá HÍ og með framhaldsnám í vísinda- og tæknisögu frá Edinborgarháskóla. Stefán hefur starfað hjá Orkuveitu Reykjavíkur í um áratug og er hann forstöðumaður Minjasafns fyrirtækisins.

Fyrir fundinn verður boðið uppá kynningu á nýjum íslenskum bjór sem heitir Skjálfti og er framleiddur af Ölfusholt Brugghúsi.