9.5.2017
Rótarýklúbbur styrkir Unicef

Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg veitti nýlega styrk til Unicef á Íslandi. Á myndinni sést Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri Unicef flytja stutt þakkarávarp á fundi í rótarýklúbbnum eftir viðtöku styrksins. Rótarýklúbburinn hefur lagt milljónir króna til innlendra og erlendra samfélagsverkefna á undanförnum árum. Auk þess rennur hluti af árgjaldi klúbbfélaga til Rótarýsjóðsins (Rotary Foundation) sem hefur unnið þrekvirki í útrýmingu mænusóttar í heiminum með dyggri aðstoð styrktarsjóðs Bill og Melinda Gates. Styrkir til samfélagsverkefna endurspegla almenn markmið rótarýhreyfingarinnar sem eru að efla bræðralag og veita þjónustu.