20.5.2018
Rótarýklúbbur veitir styrki

Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg veitti nýlega styrki til Ljóssins og Umhyggju. Ljósið er sem kunnugt er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Umhyggja er félag langveikra barna. Á myndinni eru Erna Magnúsdóttir, iðjuþjálfi og forstöðumaður Ljóssins og Ragna K. Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju. Með þeim er Magnús Harðarson, gjaldkeri Rótarýklúbbsins Reykjavík-Miðborg sem afhenti styrkina. Samtals námu styrkirnir tveir 500 þús.kr. Styrkir til samfélagsverkefna endurspegla almenn markmið rótarýhreyfingarinnar sem eru að efla bræðralag og veita þjónustu.