Fréttir

Las gamankvæði eftir ömmu sína - 2.3.2015

Af til­efni Róta­rý­dags­ins var komið sam­an til kaffi­sam­sæt­is á Fjórðungs­sjúkra­hús­inu á Norðfirði í dag.  Rótarýfé­lag­ar á staðnum skemmtu vist­mönn­um á hjúkr­un­ar­deild og Breiðabliki íbúðum aldraðra með harmoniku­spili, söng og gam­an­mál­um.

Lesa meira

Rótarýdagurinn á Neskaupstað - 26.2.2015

Í tilefni Rótarýdagsins heimsækja rótarýfélagar Fjórðungssjúkrahúsið og hefja að nýju gamlan sið sem lagðist af um tíma, að heimsækja fólk á Ellideild kl. 14.30-16 og syngja og spjalla saman. Lesa meira
Selfoss kirkjan og áin

Stefnir í spennandi umdæmisþing - 12.9.2013

Nú hafa 98 skráð sig á umdæmisþingið sem haldið verður á Selfossi 11.-12. október og 127 manns hafa skráð sig á lokahófið. Stefnir í mjög líflegt og spennandi þing. Áttir þú eftir að skrá þig?

Lesa meira
Gissur Ólafur Erlingsson skálar á 104 ára afmæli sínu

Elsti rótarýfélaginn - 21.3.2013

Elsti núlifandi rótarýfélaginn á Íslandi er Gissur Ólafur Erlingsson en hann er heiðursfélagi í Rótarýklúbbi Neskaupsstaðar. Gissur, sem er lærður loftskeytamaður og löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi ólst upp í Reykjavík, í Haukalandi við Öskjuhlíðartaglið, varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1928. Hann byrjaði að þýða sínar fyrstu bækur er hann var á sjó sem loftskeytamaður en segist að eftir að hann fór á eftirlaun 68 ára hafi hann fyrst farið að þýða bækur af alvöru. Hann var mikill málamaður og nefndi hann ensku, þýsku, frönsku, norðurlandamálin og spænsku þegar hann var spurður um þau mál sem hann hafði þýtt úr. Mest segist hann hafa þýtt reyfara en þýðingarnar eru líklega komnar yfir 200 talsins.

Lesa meira




Rótarýklúbbur Neskaupstaðar

Fundarstaður

Hotel Hildibrand (kort)
Fundartími: Miðvikudagur 18:45

----------------------------------------------
Kennitala : 5505791979
Netfang : neskaupstadur@rotary.is
Veffang :
Fjöldi félaga í klúbbi : 16

 

Myndaalbúm