Fréttir

20.6.2011

Rótarýhendur heilsast milli heimsálfa!

Á PETS mótinu í mars drógu allir viðstaddir við hádegisverðarborðið, úr hatti Tryggva Pálssonar , nafnspjöld með Rótarýmerkjum eða kveðjum.

New-Image

 Góðir Rótarýfélagar.

Rótarýhendur heilsast milli heimsálfa!

 Á PETS mótinu í mars drógu allir viðstaddir við hádegisverðarborðið, úr hatti Tryggva Pálssonar , nafnspjöld með Rótarýmerkjum eða kveðjum.

  Ég dró nafn Garahams Koch verðandi umdæmisstjóra í í umdæmi 9550 í Ástralíu. Er allir höfðu dregið spjöld og séð hvað var á hendinni, hvatti Tryggvi okkur til að skrifa viðkomandi og reyna að tengja á milli ef þess væri einhver kostur.

  Ég skrifaði Graham Koch bréf þegar nokkur tími var liðinn, bæði vegna anna og svo þurfti ég að melta textann með mér. Maður skrifar nú ekki umdæmisstjóra í annarri heimsálfu bréf umhugsunarlaust!  Netið var auðvitað notað, þar sem netfang hans var á spjaldinu.

  Ég las gaumgæfilega það sem hann segir á nafnspjaldinu,  um svæðið sem hann er nú að taka við. Það nær yfir 1,5 milljón km2 og það er ákaflega ólíkt innbyrðis. Rétt er að geta þess að merkið sem fylgdi nafnspjaldinu var  stökkvandi kengúra sem bar merki Rótarý International og myndi hún vekja athygli á hvaða jakkaboðungi sem það bæri í þeim græna lit sem einkenndi hana.  Innan svæðisins eru heimsþekktir staðir eins og Þjóðgarðurinn sérstæði í Kakadu og sjávarrifin miklu í Great Barrier, sem eru á heimsminjaskrá og njóta friðunar. Einnig tilheyra staðir eins og  fjölmenningarsvæðið Darwin og Timor Leste.  Allt svæðið er rómað fyrir landbúnað, nautgriparækt, fiskveiðar, gróðurvísindi , námuvinnslu, sykurrækt, og ferðamannaiðnað.

  Bréf mitt fólst í því að óska honum til hamingju með embætti umdæmisstjóra, ásamt því að segja frá ástæðum þess að ég ritaði honum bréfið. Eitthvað sagði ég honum af sjálfum mér,  klúbbnum og starfinu okkar hér og  tengdi þetta minni reynslu innan Rótarýhreyfingarinnar, ábyrgðarstöðum ofl. 

  Þá reyndi ég að lýsa því umhverfi og landslagi sem einkennir Austfirðina og sérstaklega Neskaupstað og það umhverfi sem að mínum klúbbi snýr.  Að auki sendi ég honum myndir héðan af Austurlandi og nefndi að framundan væru aukin samskipti við Ástralíu í formi starfshópaskipta og sitthvað fleira. Einnig óskaði ég honum allra heilla í starfi og komandi verkefni.  Nokkur tími leið, en þá kom svar. 

   Með bréfinu kom líka landakort af Ástralíu, en það sem vekur athygli er að nánast öll Evrópa og meira til rúmast inni í ferkílómetrafjölda Ástralíu. Það er kannski gott viðfangsefni að bæta Skandinavíu og Íslandi inn á og jafnvel Grænlandi!  Með það í huga er hægt að ímynda sér hversu gríðarlegt landflæmi Ástralía er. Manni finnst nú Danmörk bara stór í sjálfu sér - hvað þá Ísland! En meðfylgjandi mynd skýrir sig sjálf.

 Graham Koch segir:  ,,Hello Sigurdur, Greetings from Cairns, Australia. Thank you for your email and good wishes for my year as District Governor of Rotary District 9550 which covers Northern Australia and Timore Leste.

 It was very kind of Tryggvi Palsson to pass on my card to you. My Rotary district is very large and the attached map comparison between Southern Europe and Australia will help you to realise how big it is. Unfortuantely, we have a lot of wilderness in the Australian outback and you can travel for hundreds of kilometres and see nobody. To get to many of my clubs, Janet and I will have to fly. Our furtherest club is Dili in Timor Leste, a very poor third world country North of Darwin. To get there we fly 2 hours 30 minutes by Qantas 737 to Darwin, change plane and fly 1 hour to Dili.

  Rotary International President Elect Kalyan Banerjee is visiting Dili on the 12th and 13th June but unfortunately it is too far and too expensive for me to go there while he is there.

 You can find out about our part of the world by visiting www.cairns.com.au. The climate is the complete opposite to Iceland. In Cairns it is warm all year round and we think it is cold if it gets under 20 degrees. We have fishing, farming and tourism. We have a holiday house we rent out to tourists and you can see it at www.palmtreecottagecairns.com.au. Janet and I are both insurance brokers and our business website is www.kibcairns.com.au.
   My club, the Rotary Club of Cairns Sunrise currently has 35 members but we have been up and down between 20 and 50. The club members are good supporters of The Rotary Foundation. There are 7 Rotary clubs in Cairns.  Like you , I have been president of my club twice. I was charter president in 1991-92 and also in the Rotary centenary year 2004-05. Was this the year you were also president? I wish you a successful changeover to the new president.

                                                                Kind regards, Graham Koch  DGE District 9550 Australia.

 

Vonandi verður þetta til að við höldumst í hendur áfram og eflum tengslin yfir lönd og álfur..

Með Rótarýkveðju. Sigurður Rúnar Ragnarsson Neskaupstað.


 



Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning