Af tilefni Rótarýdagsins var komið saman til kaffisamsætis á Fjórðungssjúkrahúsinu á Norðfirði í dag. Rótarýfélagar á staðnum skemmtu vistmönnum á hjúkrunardeild og Breiðabliki íbúðum aldraðra með harmonikuspili, söng og gamanmálum.
Lesa meiraNú hafa 98 skráð sig á umdæmisþingið sem haldið verður á Selfossi 11.-12. október og 127 manns hafa skráð sig á lokahófið. Stefnir í mjög líflegt og spennandi þing. Áttir þú eftir að skrá þig?
Lesa meiraElsti núlifandi rótarýfélaginn á Íslandi er Gissur Ólafur Erlingsson en hann er heiðursfélagi í Rótarýklúbbi Neskaupsstaðar. Gissur, sem er lærður loftskeytamaður og löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi ólst upp í Reykjavík, í Haukalandi við Öskjuhlíðartaglið, varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1928. Hann byrjaði að þýða sínar fyrstu bækur er hann var á sjó sem loftskeytamaður en segist að eftir að hann fór á eftirlaun 68 ára hafi hann fyrst farið að þýða bækur af alvöru. Hann var mikill málamaður og nefndi hann ensku, þýsku, frönsku, norðurlandamálin og spænsku þegar hann var spurður um þau mál sem hann hafði þýtt úr. Mest segist hann hafa þýtt reyfara en þýðingarnar eru líklega komnar yfir 200 talsins.
Lesa meiraNámskeið í félagaþrórun, „Workshop on Development of Clubs - tailor made for the individual club“, er yfirskriftin á námskeiði fyrir félaga úr rótarýklúbbum sem bera ábyrgð á félagaþróun. Hvað þarf til að gera starf í rótarýklúbbi áhugavert fyrir nýja félaga? Námskeiðið er á Grand Hotel kl. 10-15, laugardaginn 6. apríl.
Lesa meiraÁ árlegum jólafundi var nýr félagi, Ívar Sæmundsson, tekinn inn í klúbbinn.
Lesa meira