Las gamankvæði eftir ömmu sína
Rótarýdagurinn á Norðfirði
Af tilefni Rótarýdagsins var komið saman til kaffisamsætis á Fjórðungssjúkrahúsinu á Norðfirði í dag. Rótarýfélagar á staðnum skemmtu vistmönnum á hjúkrunardeild og Breiðabliki íbúðum aldraðra með harmonikuspili, söng og gamanmálum.
Kristinn Ívarsson afhenti í tilefni dagsins nýjan diskaspilara frá Víglundi Gunnarssyni kaupmanni í versluninni Pan á Norðfirði til afnota á hjúkrunardeild.
Séra Sigurður Ragnarsson og Þórður Sigurðarson léku á harmónikku, Freysteinn Bjarnason leiddi fjöldasöng, Kristinn Jóhnnsson las stutta frásögn upp úr bókinni Undir fönn eftir Jónas Árnason og séra Sigurður las gamankvæði eftir ömmu sína.
Dagskráin endaði með því að sungið var lagið Draumaveröld eftir Þorlák Friðriksson.
Sjá frétt á mbl.is