Fréttir

2.3.2015

Las gamankvæði eftir ömmu sína

Rótarýdagurinn á Norðfirði

Af til­efni Róta­rý­dags­ins var komið sam­an til kaffi­sam­sæt­is á Fjórðungs­sjúkra­hús­inu á Norðfirði í dag.  Rótarýfé­lag­ar á staðnum skemmtu vist­mönn­um á hjúkr­un­ar­deild og Breiðabliki íbúðum aldraðra með harmoniku­spili, söng og gam­an­mál­um.

Krist­inn Ívars­son af­henti í til­efni dags­ins nýj­an diska­spil­ara frá Víg­lundi Gunn­ars­syni kaup­manni í versl­uninni Pan á Norðfirði til af­nota á hjúkr­un­ar­deild.

Séra Sig­urður Ragn­ars­son og Þórður Sig­urðar­son léku á harmónikku, Frey­steinn Bjarna­son leiddi fjölda­söng, Krist­inn Jó­hnns­son las stutta frá­sögn upp úr bók­inni Und­ir fönn eft­ir Jón­as Árna­son og séra Sig­urður las gam­an­kvæði eft­ir ömmu sína.

Dag­skrá­in endaði með því að sungið var lagið Drauma­ver­öld eft­ir Þor­lák Friðriks­son.

Sjá frétt á mbl.is