Fréttir
  • Nýr félagi Ívar

31.1.2012

Nýr félagi tekinn inn í Rótarýklúbb Neskaupstaðar

Á árlegum jólafundi var nýr félagi, Ívar Sæmundsson, tekinn inn í klúbbinn.

Þann 14. desember sl. var haldinn árlegur jólafundur Rótarýklúbbs Neskaupstaðar. Að venju var mökum og vinum Rótarýfélaga boðið, sem og eftirlifandi mökum látinna félaga. Á fundinum var fluttur þjóðlegur fróðleikur og sungin voru jólalög. Guðmundur R. Gíslason flutti frumsamið lag og stjórnaði fjöldasöng ásamt Freysteini Bjarnasyni.Guðm. Gísla syngur         Jólasöngvar 

Smári Björgvinsson flutti jólaljóð eftir dóttur sína.Smári flytur ljóð 

Nýr félagi Ívar

Nýr félagi, Ívar Sæmundsson, var tekinn inn í klúbbinn.