Fréttir
  • Stefán Þorleifsson

27.10.2011

Aldursforseti les ,,Unglinginn"

Ljóðalestur og myndbandssýning

Sæl öll góðir félagar.

Okkur hafa borist myndir frá síðasta fundi þar sem heiðursfélagi okkar og aldursforseti Stefán Þorleifsson 95 ára flytur ljóð. Ljóðið er Unglingurinn í skóginum eftir Halldór Kiljan Laxnes. Með skemmtilegum formála að kvæðinu skilaði Stefán frábærum flutningi og eftirminnilega.Sem betur fer var þetta fest á mynd, en Ingimar Pálsson í Rótarýklúbbi Selfoss var gestur á fundinum og sendi hann okkur þessar myndir. Fundur á Norðfirði

Annað og aðalerindi fundarins var myndbandið Heill, en það fjallar um bætta heilsuþætti sjómanna við störf um borð og í mataræði því tengt. Var myndin fróðleg og ljóst að mikilvægar ábendingar til sjómanna um að gæta heilsunnar bæði við störf á sjó og í landi eru mikilvægurt boðskapur og þarfur. Hann stuðlar að því að fækka slysum á sjó og ótímabærum dauðsföllum.

 Með rótarýkveðju, Sigurður Rúnar Ragnarsson, forseti Rkl. Nesk.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning