Fréttir
  • Öflugar konur á Fræðslumóti verðandi forseta og ritara

17.3.2012

Fræðslumót verðandi forseta og ritara fer vel af stað

Góð mæting og góður andi er á fræðslumóti fyrir verðandi forseta rótarýklúbbanna og verðandi ritara, sem taka við embættum 1. júlí nk. Mótinu er stýrt af Kristjáni Haraldssyni, verðandi umdæmisstjóra og Margréti Friðriksdóttur umdæmisleiðbeinanda.

Per Hylander, sem kom hér á fræðslumótið á síðasta ári, kom og sagði frá framtíðarskipan rótarýsjóðsins. Tryggvi Pálsson umdæmisstjóri ávarpaði hópinn en síðan tók við stíf fræðsla. Kristján Haraldsson fræddi um skyldur og hlutverk forseta og ritara og Guðni Gíslason fræddi um notkun á félagakerfi Rótarýmdæmisins og RI.
Létt er yfir fólki og kaffi og matartími ekki síst notaðir til að efla kynnin og fræðast af öðrum. Nú stendur yfir röð fyrirlestra en fræðslunni lýkur um kl. 17. Myndir og nánari frásögn verður sett inn fljótlega.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning