Fréttir

1.7.2014

Sumarhátíð Rótarýklúbbs Akureyrar var haldin miðvikudaginn 18.júní 2014

Heiðursgestur og fyrirlesari fundarins var frú Vigdís Finnbogadóttir.

Aðrir góðir gestir voru félagar úr Rótarýklúbbum á Norður- og Austurlandi ásamt mökum sem og makar og aðrir gestir klúbbfélaga. Allt í allt voru þetta ríflega 60 manns sem áttu notalega stund saman yfir góðum mat, stuttum kynningum á klúbbunum og áhugaverðu erindi heiðursgestsins. Nokkrir gestanna gerðu sér einnig ferð fram í Botnsreit þar sem gengið var um reitinn ásamt félögum í Rótarýklúbbi Akureyrar. Heiðursgesti og öðrum gestum eru færðar kærar þakkir fyrir heimsóknina og yndislegan dag saman, í anda Rótarýhreyfingarinnar.