Pétur Arnar Pétursson kynnir Sjálfsbjörg
Fundur 5. nóvember 2014
Pétur Arnar Pétursson, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar, flutti erindi á fundinum. Pétur byrjaði á því að rekja ættir sínar til Húnavatnssýslu og víðar og fór yfir starfsferil sinn. Sjálfsbjörg var stofnað 1958 af 39 einstaklingum með það að markmiði að efla samhjálp hinna fötluðu, sinna starfsþjálfun og varða réttindi fatlaðra, ásamt öðru. Sjálfbjörg átti aðkomu að Plastsmiðjunni Bjarg og starfsemi á sviði heilsuræktar er og hefur verið kennd við þetta sama Bjargarnafn (veggbolti og líkamsrækt). Á árinu 1970 hófst endurhæfingarstarf Sjálfsbjargar á Hvannavöllum sem enn er stundað, nú í mjög góðu húsnæði. Frekari upplýsingar eru á vefsíðunni bjargendur.is. Í svörum Péturs við spurningum kom fram að Sjálfsbjörg á Akureyri er ekki á fjárlögum (fyrir utan greiðslur vegna umönnunar barna) eins og t.d. Reykjalundur er og því er um einstakt rekstrarform að ræða. Nú eru félagar (og eigendur Sjálfsbjargar) 147 talsins. Sjálfsbjörg nýtur aðstoðar margra, m.a. Strætisvagna Akureyrar sem sér um ferliþjónustu (nú á 2 metan bifreiðum).