Fréttir

7.10.2014

Fundur 24.september 2014

Félagi Ólafur Jónsson sagði frá heimsókn sinni til Tallinna Rotary Klub seinnipart septembermánaðar. Tallin er á heimsminjaskrá UNESCO og afskaplega falleg borg.

Fyrrum félagi, Guðný Hrund Karlsdóttur, var gestur fundarins en hún starfar nú sem sveitastjóri Húnaþings vestra með aðsetur á Hvammstanga. Með henni kom Unnur Valborg Hilmarsdóttir oddviti Húnaþings vestra og forstöðumaður Selasetursins á Hvammstanga.

Erindi á fundinum hélt Valur Knútsson um uppbyggingu í Bjarnarflagi og á Þeistareykjum.

Á myndinni eru frá vinstri; Jakk Ungerson forseti klúbbsins, Ólafur Jónsson, Kristjan Jaaui lögreglustjóri  norðurumdæmis Eistlands og Raivo Terve tollstjóri , en hann er félagi í klúbbnum og var ábyrgur fyrir fundarefni á þessum fundi. Lögreglustjórinn hélt erindi á fundinum og sagði frá undirbúningi lögreglunnar vegna heimsóknar Obama bandaríkjaforseta til Tallinn í byrjun september. Var vel tekið á móti Ólafi  og var hann beðinn fyrir góðar kveðjur til rótarýfélaga á Akureyri.