Fréttir
  • Frá Þeistareykjum
  • Einar Erlingsson, Landsvirkjun

22.6.2016

Þeistareykir

14. júní 2016

Rótarýklúbbar Akureyrar og Húsavíkur sameinuðust um ferð á Þeistareyki þar sem jarðvarmaframkvæmdir Landsvirkjunar standa yfir. Einar Erlingsson, staðarverkfræðingur Landsvirkjunar á Þeistareykjum, tók á móti okkur og fræddi okkur m.a. um muninn á göngustígum og akbrautum, auk þess sem hann leiddi okkur í allan sannleik um boranir á svæðinu, jarðgufulagnir, vélasali og veðurfar á svæðinu, svo eitthvað sé nefnt. Umgengi Landsvirkjunar og undirverktaka þeirra um svæðið er til mikillar fyrirmyndar og verkin eru unnin með það í huga að valda sem minnstu jarðraski. Ljúffengur og orkumikill matur var í boði Landsvirkjunar. Reinhard Reynisson, forseti Húsavíkurklúbbsins, fór með helstu leiðsögn í rútunni en fleiri félagar veittu upplýsingar af mikilli staðarkunnáttu. Á bakaleiðinni var keyrt framhjá framkvæmdasvæði PCC á Bakka og ljóst að þar verður umfangsmikil starfsemi á næstu árum.

Við þökkum Landsvirkjun kærlega fyrir móttökurnar og óskum þeim góðs gengis.