Grill í Botnsreit
10. ágúst 2016
Á hverju ári hittast félagar Rótarýklúbbs Akureyrar í Botnsreit, nálægt Hrafnagili, og borða saman grillmat, yfirleitt frá Bautanum. Þetta er mætur siður og nú í ár voru veðurguðir okkur afar hliðhollir. Maturinn var að venju frábær og aðrar veitingar en svo var allt kryddað með skemmtisögum frá félögum okkar Birgi Guðmundssyni og Birni Teitssyni. Jón Hlöðver Áskelsson fór að endingu drápu, í framhaldi af þeirri sem flutt var í fyrra, þegar regn sótti á mannskapinn. Og syngi nú allir með:
„Sólgeislar“ fær-okkur fagnaðarljóð
í fjörðinn við Pollinn og Tanga,
þá mætast í dýrðinni maður og fljóð
með „sumarsins“ birtu á vanga.
viðlag 2x
:/:Það vinarhug eykur og vermir sál
og vorblóm í huganum anga:/:
Þau afla sér reynslu í RÓTARÝsjóð
og ræða út dagana langa,
um heimsmál og landsmál,
um þing og þjóð,
í þjónustuhlutverkið ganga.
viðlag 2x
:/:Það vinarhug eykur og vermir sál
og vorblóm í huganum anga:/:
Við syngjum í gleði og svífum hátt
með sælunnar birtu á vanga,
Og öðlumst á fluginu meiri mátt
og megnum þar kæti að fanga.
viðlag 2x
:/:Það vinarhug eykur og vermir sál
og vorblóm í huganum anga:/:
(ort 10.08 2015):
Í Botni við eigum þann unaðsreit
þá auðlegð í lundinum græna
Fagur er skógur í fagurri sveit
fegurð sem síst má burt ræna.
viðlag 2x
:/:Það vinarhug eykur og vermir sál
og vorblóm í huganum anga:/:
Í Botni við grillum og grínumst í bland
til gamans er leikurinn gerður,
gleðin má alls ekki renn-út í sand
og allrasíst góður málsverður.
viðlag 2x
:/:Það vinarhug eykur og vermir sál
og vorblóm í huganum anga:/:
(gert 10.08.16):
Runnu í fyrra út sögur í sand
er sólin í dimmu var falin
í stríðum straumum þar himnanna hland
heljarflaum sendu ský galin.
viðlag 2x
:/:Það vinarhug eykur og vermir sál
og vorblóm í huganum anga:/:
Sólin hún bakar nú Botnsreit á ný
og bylur þar söngurinn sætur.
ei betra veður, né vinamót hlý
veitir þar alfaðir mætur.
viðlag 2x
:/:Það vinarhug eykur og vermir sál
og vorblóm í huganum anga:/:
Höfundur: Jón Hlöðver Áskelsson, birt hér með góðfúslegu leyfi hans. Myndirnar tók Hermann Sigtryggsson að venju.