Fréttir
  • Stefán H Steindórsson

5.12.2014

Fundur hjá Norðurorku

3. desember 2014

Félagar mættu í húsnæði Norðurorku á Rangárvöllum kl. 18:00 og þáðu þar veitingar. Forseti, Stefán Steindórsson og yfirmaður framkvæmda hjá Norðurorku, setti fund kl. 18:15.
Stefán Steindórsson kynnti starfsemi Norðurorku og forvera hennar frá upphafi. Fór hann skilmerkilega yfir uppruna kalds vatn og vatnsneyslu sem er talsverð en lítið greitt fyrir. Norðurorka hefur nýlega tekið við skólpkerfi bæjarins og mikil vinna hefur farið í að koma þeim rekstri fyrir og undirbúa bætta skólplosun. Raforka er afhent gegnum spennuvirki og spennistöðvar víða um bæinn, ýmist frá Landsneti eða frá framleiðslu Fallorku í Djúpadal eða Glerárdal, en í síðarnefnda dalnum var reist um 300 hestafla virkjun fyrir nærri 100 árum. Heitt vatn kemur til Akureyrar m.a. frá Laugalandi en bróðurpartur þess frá Hjalteyri. Á Ólafsfirði og Hrísey eru jarðhitasvæði sem Norðurorka rekur og nú er Eyjafjörður, Svalbarðseyri og Fnjóskadalur ásamt Grenivík einnig innan þjónustusvæðis. Einnig á Norðurorka hluti í nokkrum fyrirtækjum, þar á meðal Tengir, Íslenskri orku og Orkey, svo eitthvað sé nefnt. Minnst var á metansöfnun og afhendingu þess - það vantar fleiri metan notendur. Stefán sýndi okkur einnig stjórnbúnaðinn og þá vinnslu sem í gangi var þá stundina. Spurt var um margt. Að lokum benti Bernharð Haraldsson okkur á nýútkomna bók Gísla Jónssonar heitins með viðbótum frá Jóni Hjaltasyni og fleirum sem ber nafnið "Náttúrugæði í 100 ár" og fjallar um sögu vatnsveitu, raf- og hitaveitu í Eyjafirði.