Fréttir
  • Soffía Gísladóttir í Torino á Ítalíu ásamt ILO nemendum.

4.2.2016

Soffía Gísladóttir segir frá Torino

27. janúar 2016

Félagi Soffía Gísladóttir var með fróðlegt og skemmtilegt erindi um námsleyfi sitt í Torino á Ítalíu sl. haust, þar sem hún kynnti til sögunnar foreldra sína frá því hún var skiptinemi, Torinoborg og námið sem hún stundaði. Soffía var við störf og nám í Endurmenntunarstofnun Alþjóða vinnumálastofnunarinnar (ILO) og kenndi þar m.a. eitt námskeið og skrifaði vísindagrein um íslensku vinnuskólana fyrir unglinga.

Soffía sagði einnig frá heimsóknum sínum í tvo Rotarýklúbba í Torino, Rotary Club Torino Sud Est og Rotary Club Torino Est. Þetta eru mjög áhugaverðir maraþon fundir sem hefjast á fordrykk og smáréttum, síðan tekur við forrétturinn (pasta) og hvítvín. Í kjölfarið er hlustað á erindi sem tekur allt að klukkustund. Að lokum er snæddur aðalréttur og eftirréttur með tilheyrandi veigum og espresso í lokin.  Soffía var efins um að hún hefði heilsu í að vera fastur félagi í Rótarýklúbbi á Ítalíu færi svo að hún flytti þangað búferlum !!