Fréttir
  • Ólafur Jónsson sæmdur Paul Harris orðu. Forseti, María Pétursdóttir við hlið hans.
  • Eyþór Björnsson, Fiskistofustjóri

17.2.2016

Eyþór Björnsson, Fiskistofu

17. febrúar 2016

Þorrafundur rótarýklúbbsins var haldinn í dag. Nokkrir gestir mættu auk fyrirlesara, þrír frá Rótarýklúbbi Eyjafjarðar og einn frá Rótarýklúbbi Vestmannaeyja. Félagi okkar Ólafur Jónsson var sæmdur Paul Harris orðunni. Fyrirlesari fundarins var Eyþór Björnsson, Fiskistofustjóri. Hann á ættir að Hurðarbaki í Austur Húnavatnssýslu en menntun hlaut hann m.a. við Háskólann á Akureyri. Eyþór kynnti starfsemi Fiskistofu, þar sem fiskveiðileyfi eru gefin út, eftirlit er með veiðum og úrskurðað er í brotamálum sem upp koma við fiskveiðar. Einnig eru margs konar upplýsingar veittar úr fullkomnu skráningarkerfi, m.a. til stjórnvalda, og samstarf er stundað við þekkingarstofnanir og hagsmunaaðila hérlendis og erlendis. Höfuðstöðvar Fiskistofu voru nýlega fluttar til Akureyrar og hafa nú tímabundna aðstöðu í Borgum við Háskólann á Akureyri þar til annað húsnæði finnst. Félagar spurðu Eyþór magra spurninga meðan á þessu fróðlega erindi stóð.