Fréttir

7.10.2014

Þann 3.sept 2014 sagði Rótarý skiptinemi í Mexíkó frá reynslu sinni

Þóra Ýr Árnadóttir hélt erindi dagsins en hún er matvælafræðingur sem starfar hjá Promat á Akureyri. Þóra sagði frá meistaranámi sínu og reynslu frá því hún var skiptinemi Rótarý í Mexíkó. María er samstarfskona Þóru hjá Promat og flutti hún þriggja mínútna erindi um ýmis gömul húsráð, öll góð en mis gagnleg verða þau að teljast á árinu 2014.