Fréttir
Ólafur Jónsson - sögur frá Héraði
16. september 2015
Nýr félagi var tekinn inn í klúbbinn, Sóley Björk Stefánsdóttir bæjarfulltrúi og fjölmiðlafræðingur. Henni var fagnað með lófataki. Okkar félagi Ólafur Jónsson var með erindi og um Valþjófsstaði á Austfjörðum. Ólafur á tengingu austur og sem sannur "Héraðsmaður" fræddi hann gesti fyrst um Brennu-Njáls sögu ásamt ýmsu fleiru sem verður ekki að fullu rakið hér. Ólafur fjallaði um að litlar sögur hafi farið af austfirskum fornköppum og hafi hallað á fjórðunginn í þeim efnum. Á Valþjófsstöðum er kirkja sem var vígð 1966. Að lokum ræddi hann lítillega um æsku sína og uppeldi á Héraði og góð samskipti við eldri kynslóðir.