Fréttir
  • Sr. Jón Ómar Gunnarsson

23.9.2015

Jón Ómar Gunnarsson syngur og drekkur kaffi

23. september 2015

Jón Ómar Gunnarsson, prestur í Glerárprestakalli var með starfsgreinaerindi. Þar kom fram að sonur hans taldi helst, við yfirheyrslu í leikskóla, að faðir sinn presturinn syngi og drekki kaffi allan daginn, og skíri mögulega annað slagið. Starfið er þó eitthvað umfangsmeira, enda eiga prestar að vera sálusorgarar, veita áfallahjálp, neyðaraðstoð, hlúa að fátækum og sinna ungum sem öldnum svo eitthvað sé nefnt, ásamt því að sinna embættisstörfum á borð við skírnir, fermingar, messur, hjónavígslur og jarðarfarir. Kirkjan veitir fátækum fjárhagsaðstoð og er hún umfangsmest kringum jólahátíðina. Jón Ómar sinnir einnig æskulýðsstarfi KFM & K þar sem eru virkir unglingar sem hittast í Sunnuhlíð á fimmtudagskvöldum. Ýmsar nýjungar eru í starfinu og fyrirhugaðar, t.d. bíósýning og tilraunir til að leiða saman ungt fólk og eldra. Framundan eru athyglisverð fræðslukvöld í Glerárkirkju um trúna og listina (kaffi og veitingar þar líka). Fundarmenn voru með ýmsar spurningar og þakklátir fyrir fróðlegt erindi.