Fréttir
  • Rannveig Björnsdóttir

10.9.2015

Rannveig Björnsdóttir, Auðlindadeild Háskólans á Akureyri

9. september 2015

Fundurinn hófst með því að Eðvald flutti ljóð eftir Laufey Jakobsdóttur. Þá voru klúbbsmálefni stuttlega rædd og nokkur jákvæð innslög komu frá fundarmönnum. Félagi Rannveig Björnsdóttir var með kynningu um verkefni Auðlindadeildar Háskólans á Akureyri. Hún ræddi um ýmis verkefni þar sem nokkur fyrirtæki af Norðurlandi koma saman og vinna að hugmyndum og einnig einstaklingar. Þar má nefna soðkrafta, mysurjóma til að húða fiskmjöl, grænmetismatarlím, ensím úr fiskislógi, mysu til að binda vatn í kjöti, fæðubótarefni, rabarbara, kraftfóður fyrir fiskeldi, næringarefni úr affalli frá fiskeldistöðvum, litarefnum og fleira. Rannveig ræddi einnig um spennandi meistaraverkefni sem unnin eru undir hennar handleiðslu. Fundi var slitið kl 20:15 og vertinum í Amtsbókasafninu þökkuð góð störf og góður matur með lófaklappi. Næsti fundur verður haldinn á Hótel KEA.