Fréttir
Breytingar á sérlögum klúbbsins kynntar
Föstudaginn 28. mars var klúbbfundur og kynntar voru fyrirhugaðar breytingar á sérlögum klúbbsins. Annars vegar var um að ræða nauðsynlegar breytingar í takt við breytingar á almennum lögum um Rótarýklúbba og hins vegar var lögð fram tillaga að breyttum fundartíma klúbbsins, úr hádegisfundum á föstudögum í kvöldfundi á miðvikudögum. Um tillögur að lagabreytingunum sá Björn Teitsson með aðstoð Ingu Þallar Þórgnýsdóttur og kynnti Björn félögum þær lagabreytingar sem lagðar eru til.
(Ljósmyndir tók félagi Hermann Sigtryggsson)