Fréttir
  • Jóhann Hjaltdal Þorsteinsson

5.4.2016

Jóhann Hjaltdal Þorsteinsson og Hólavatn

30. mars 2016

Jóhann Hjaltdal Þorsteinsson hélt erindi um sumarbúðirnar á Hólavatni, sem héldu upp á 50 ára afmæli sitt sl. sumar. Sumarbúðirnar voru stofnaðar af KFUM og KFUK og eru byggðar í landi Hólakots sem er innarlega í Eyjafirði, en hjónin Georg Jónsson og Sigríður Sakaríasdóttir gáfu landið sem þau höfðu keypt af eigendum Hólakots. Á hverju sumri dvelja 2-300 börn á Hólavatni, en auk þess reka KFUM og KFUK sumarbúðir að Kaldárseli, Ölveri, Vindáshlíð og Vatnaskógi. Á hverju sumri eru átta flokkar á Hólavatni, en pláss er fyrir 34 börn í hverjum flokk í rúmgóðum 6-8 manna herbergjum, auk 6-8 starfsmanna. Einkunnarorð Hólavatns eru ró í hjarta og gleði í sál og áhersla er lögð á vináttu, sköpunargleði og traust. Dagskráin er fjölbreytt og á hverju kvöldi er kvöldvaka. Á Hólavatni er aðstaða fyrir tómstundastarf, þar er rúmgóður salur og gott útivistarsvæði með skógarreit, fjöru, vatni og fótboltavelli. Sumarið 2015 hófst samstarf við Mæðrastyrksnefnd um að styrkja 10 börn frá efnaminni fjölskyldum að sækja sumarbúðirnar og verður framhald á því samstarfi í sumar.