Fréttir
Sigling Smára Sigurðssonar og félaga til Scoresbysunds
11. febrúar 2015
Smári Sigurðsson, forstöðumaður Kirkjugarða Akureyrar, var gestur
fundarins. Hann sagði frá ferð "Gógó til Grænlands", en það er
ævintýraleg sigling heimasmíðaðrar stálskútu til Scoresbysunds.
Skipstjóri í ferðinni og bátseigandi var Knútur Karlsson og með í för auk Smára
þeir Ögmundur Knútsson, Kjartan Bjarnason, Anton Brynjarsson, Ísak
Oddgeirsson og Níels Einarsson, forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms
Stefánssonar kom með sem gestur. Hátt í 11 þúsund ljósmyndir voru teknar
í ferðinni og sýndi Smári nokkrar þeirra. Siglingin frá Akureyri til
Ittoqqortoormiit tók um 2,5 sólarhringa, en það er um 450 manna þorp við
mynni sundsins. Þar tekur við stærsta fjarðabyggð í heimi sem þekur 38
þúsund m2, lengsti fjörður er um 350 km og dýpi á bilinu 150 til 400 m.
Fólk var á sínum tíma (um 1822, 70 inúítar) flutt nauðugt til svæðisins í
landabaráttu Dana og Norðmanna. Þorpið er byggt á klöpp enda enginn
laus jarðvegur og t.d. kirkjugarðurinn er sprengdur í klöpp. Engin höfn
er á staðnum og bátar (opnir plastbátar) eru dregnir á land. Í eyðiþorpi
eiga tveir Akureyringar sumarhús. Lítil atvinna er á staðnum en einhver
ferðaþjónusta að byrja, meðal annars frá Íslandi (Opal frá Húsavík og
Dagmar frá Þýskalandi). Samfélagið er kostað af Dönum. Olía er eini
orkugjafinn. Ferðalangarnir komu ekki auga á hvítabjörn en sáu sauðnaut,
héra og moskítóflugur sem komust í feitt (bátsmenn). Bláberin voru góð
við jökulrætur en krækiberin vond. Stórkostleg náttúra og margt
spennandi fyrir jarðfræðinga - einn stapinn er kallaður Grundtvigskirkja
en hann minnir á þá dönsku kirkju. Í eitt sinn brotnaði úr rekís rétt
við hliðina á gúmmíbát sem nokkrir þeirra voru í og náðist það háskalega
atvik á mynd.
Félagar voru forvitnir um þessa merku ferð og Smári fékk nokkrar spurningar, m.a. um skinnin sem heimamenn súta ekki og þurfa því að endurnýja reglulega. Þó er enginn útflutningur leyfður á skinnum.
Félagar voru forvitnir um þessa merku ferð og Smári fékk nokkrar spurningar, m.a. um skinnin sem heimamenn súta ekki og þurfa því að endurnýja reglulega. Þó er enginn útflutningur leyfður á skinnum.