Friðný og Björg: Frá dagþjónustu til dagþjálfunar
24. febrúar
Erindi á fundinum héldu Friðný Sigurðardóttir, þjónustustjóri ÖA og Björg Jónína Gunnarsdóttir, deildarstjóri dagþjálfunar ÖA. Heiti erindis var frá dagþjónustu til dagþjálfunar. Dagþjálfun er lögbundin þjónusta, sem er ætluð 67 ára og eldri. Dagþjónusta er opið alla daga nema rauða daga. Í dagþjálfun eru 20 almenn rými og 16 rými fyrir sértæka dagþjálfun. Það koma um 35 til 40 á dag en vikulega eru 80 til 90 manns að nota þjónustuna.
Í apríl 2013 var stofnaður starfshópur til að skoða samvinnu og/eða samþættingu dagþjónustu Akureyrarbæjar, en niðurstaðan var að flytja dagþjónustuna úr Víðilundi í Hlíð, en samlegðaráhrifin voru að það skilar sér í betri þjónustu við notendur, bættri nýtingu mannafla og betra húsnæðis.
Markmið dagþjálfunar er að styðja aldraða til sjálfstæðis og sjálfræðis og efla færni og sjálfsbjargargetu í heimahúsum og í dagþjálfun. Það er m.a. gert með viðhaldsþjálfun, einstaklingsíhlutun, að efla samstarf við aðstandendur, vera með viðburði og menningarstarfsemi, fræðslu og ráðgjöf og efla þannig virkni. Farið er í gönguferðir, sund og öflugt hópastarf er til staðar.
Mikil breidd er í menntun starfsmanna, sem nýtist vel, s.s. sjúkraliðar, iðjuþjálfar, félagsráðgjafi, öldrunarsálfræðingur, félagsliði og viðskiptafræðingur.
Þeim Friðnýju og Björgu var í lokinn þakkað gott og fróðlegt erindi og nokkrar spurningar bárust frá fundarmönnum.