Gestkvæmt var á fundi þann 4.júní 2014
Michael Abraham frá Rótarýklúbbnum í Blacksburg, VA í Bandaríkjunum var gestur fundarins ásamt eiginkonu sinni Jane L. Abraham og sagði Michael frá Blacksburg klúbbnum í máli og myndum auk þess sem hann færði klúbbfélögum að gjöf tvær skáldsögur með heimildaívafi sem hann hefur ritað. Bragi I Ólafsson frá Rótarýklúbbi Vestmannaeyja var einnig gestur fundarins og Prófessor Christel Solberg frá Bodø í Noregi var gestur forseta en hún var stödd á Akureyri sem ráðgjafi Auðlindadeildar Háskólans við gæðamat þess starfs sem við deildina er unnið.
Ragnar Ásmundsson var með þriggja mínútna erindi um framtíðar eldsneyti úr rabarbara og aðalerindi kvöldsins flutti Þórgnýr Þórhallsson sem las blaðagrein úr Degi um hótel KEA frá árinu 1944 þegar hótelið var fullbyggt.