Fréttir
Orkey
15. október 2014
Kristinn F. Sigurharðarson hélt erindi um fyrirtækið Orkey og starfsemi þess - eigendur
félagsins eru m.a. Mannvit, Norðurorka og Samherji. Lífdísill er
framleiddur úr steikingarolíu og dýrafitu og seldur sem brennsluhvati í
skip - tilraunir hafa verið með aðra notkun líka. Framleiðsla er hátt í
200 tonn á ári. Eitt og hálft stöðugildi. Unnið er að aukningu
framleiðslunnar svo hún nái helst 300 tonnum á ári og jafnvel margfalt
meiru með innflutningi á repju frá Kanada. Úr hrati repjunnar má einnig
vinna fiskeldisfóður. Orkey gæti orðið virkur aðili í stærra
orkusamstarfi í Eyjafirði þar sem nú þegar er unnið mjög gott starf í
sorpmálum og endurvinnslu.