Fréttir
  • Gullskóflan
  • Guðmundur Jens Þorvarðarson umdæmisstjóri

7.6.2017

Fjör í fyrra

Þrátt fyrir að margt hafi verið í gangi hjá klúbbnum á þessu starfsári þá hefur lítið verið sett á heimasíðuna undanfarna mánuði. Hér er reynt að bæta úr því í tveimur fréttaskeytum með myndum.

Fyrir áramót fór af stað undirbúningur vegna tveggja viðburða á vegum klúbbsins, annars vegar kynning á Rótarýhreyfingunni sem haldin var fyrir boðsgesti í janúar mánuði og svo sýningu í Amtsbókasafninu í febrúar. Þann 19. október kom umdæmisstjórinn, Guðmundur Jens Þorvarðarson, í heimsókn og samkvæmt hefð plantaði hann tré í Botnsreit með gullskóflunni. Svo var haldin sameiginleg matarveisla í Mývatnssveit með rótarýklúbbunum á Norður- og Austurlandi, í umsjá Eyþórs Elíassonar aðstoðarumdæmisstjóra.

Í október til desember 2016 voru flutt mörg skemmtileg og fræðandi erindi; Inga Karlsdóttir talaði um jákvæða sálfræði, Albertína F. Elíasdóttir fræddi okkur um orku- og ferðaþjónustufélag sem hún stýrir og heitir EIMUR, Sunna Valgerðardóttir frá RÚV sagði frá nýja húsnæðinu og starfseminni á Norðurlandi, Kristín Sóley Björnsdóttir kynningarstjóri sagði frá Menningarfélaginu MAK, Guðmundur Heiðreksson frá Vegagerðinni talaði um öryggismál og um jólin var séra Jón Ómar Gunnarsson með hnyttna hugvekju.