Fréttir
  • Ásmundur Karlsson og Guðbjörg Alfreðsdóttir

4.3.2015

Umdæmisstjóri, Guðný Alfreðsdóttir

4. mars 2015

Guðbjörg Alfreðsdóttir, umdæmisstjóri Rótarý, byrjaði á að segja frá ferðum sínum um Norðausturland og fyrirhuguðum rótarýheimsóknum, m.a. á Sauðárkrók. „Þjónusta ofar eigin hag“ er eitt af slagorðum Rótarý hreyfingarinnar. Gary C.K. Huang frá Taiwan er alþjóðaforseti á starfsárinu 2014-2015. Slagorð tímabilsins er „Light up Rotary“ sem útleggst „Vörpum ljósi á Rótarý“. Áhersla Gary er að fjölga félögum í 1,3 milljónir (um 80 þúsund manns), halda veglegan rótarýdag, skoða hvað má betur gera í innra starfinu og efla Rótarýsjóðinn sem m.a. styður baráttu gegn lömunarveiki (polio). Styrksjóður Bill og Melindu Gates gefur $3 fyrir hvern 1 USD sem Rótarý safnar til þessa málefnis og stefnt er að útrýmingu sjúkdómsins fyrir árið 2018 – Indland hefur nú verið laust við lömunarveiki þrjú síðustu ár. Guðbjörg stefnir að sama skapi að því að fjölga félögum hér heima í sömu hlutföllum. Rótaractklúbbur var stofnaður 2009 á Íslandi (rotaracticeland.is) og þreifingar eru annars vegar um endurreisn klúbbs á Snæfellsnesi og nýs klúbbs á Hvammstanga. Rótarýsjóðurinn skiptist í árlegan sjóð (annual fund), fastan sjóð (permanent fund), sjóðs til friðarsetur og svo til „polia plus“. Einnig er möguleiki að fjármagna verkefni í heimabyggð og vinna að verkefnum með klúbbum í öðrum löndum. Klúbbfélagar eru stundum heiðraðir eða þeir kaupa orður í ýmsum verðflokkum til styrktar starfsins. Þjónusta sem félagar bjóða er m.a. umsjá skiptinema sem nú er að stórum hluta greitt fyrir, ungmennaskipti, sumarbúðir, Georgíustyrkir (BA og BS námsstyrkir). Alþjóðaþing Rótarý verður í Sao Paulo 6.-9. júní. Í lok fundar afhentu þau hjónin forseta kassa með derhúfum, rafhlöðuhólfum, bæklingum og plakötum sem nota má til að auglýsa félagsskapinn.