Fréttir
Heimsókn í Vaðlaheiðargöng þann 23.apríl 2014
Fundur hófst síðan í seinna fallinu eða um 18:30. Erindi dagsins hélt félagi Ólafur Jónsson og kynnti hann hugmyndir sínar um göng úr Eyjafirði í Skagafjörð
Farið var frá Akureyri með rútu sem ók félögum um 1,9 km inn í göngin þar sem fossinn víðfrægi var skoðaður. Hreinsun eftir síðustu sprengingar stóð yfir og sterkur sprengiefnisfnykur í lofti í sannkallaðri eimbaðsstemmingu við fossinn.
Í alla staði afar fróðleg og vel heppnuð ferð og voru félagar í skýjunum yfir að gefast tækifæri til að skoða göngin á þessu stigi framkvæmda þar. Félaga Birgi Guðmundssyni er enn og aftur þakkað skipulag þessarar heimsóknar.
Ljósmyndir tók félagi Hermann Sigtryggsson