Fréttir

17.12.2015

Jólafundur

16. desember 2015

Jólafundinn sóttu, ásamt félögum og mörgum mökum, félagar úr Rótarýklúbbi Eyjafjarðar og var þeim vel tekið. Verið hefur í umræðunni að vinna nánar saman með þeim klúbbi. Jólamaturinn var ljúffengur og brást ekki nú sem fyrr. Fiskipaté, lax og fleira fiskmeti í forrétt, hangikjöt og purusteik í aðalrétt og brenndur búðingur ásamt möndlugraut, en Guðmundur Baldvin Guðmundsson, maki félaga okkar Soffíu Gísladóttur, fékk rauðvínsflöskuna í vinning. María Pétursdóttir las jólasögu um endurkomu og hreinlætispíslargöngu Jesú og sr. Jón Ómar Gunnarsson fór með líflega hugvekju og söguna um konunginn sem færði fátækum jólahátíðina. Jón Hlöðver Áskelsson forsöng að lokum "Heims um ból" að venju.

*Gleðileg jól*