Fréttir
  • Sæmundur Elíasson, doktorsnemi

14.1.2016

Sæmundur Elíasson, um aflameðhöndlun

13. janúar 2016

Sæmundur Elíasson, doktorsnemi í iðnaðarverkfræði hélt afar fróðlegt erindi um doktorsverkefni sitt sem er um bætta aflameðhöndlun um borð í togurum. Erindið nefndi hann "Ferskari ferskfiskur". Ekki er sama hvernig aflinn er meðhöndlaður við vinnslu og margar nýjungar við verklag og vinnuaðstöðu um borð í fiskiskipum eru í þróun og sumar að birtast nú þegar. Fiskur til neytenda verður að vera ferskur, áferðarfagur og ávallt í sömu gæðum. Kæling fisks er lykilatiði - ekki má kæla um of en heldur ekki of lítið. Verkefnið er unnið í samvinnu við fjölda sjávarútvegsfélaga með handleiðslu frá Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri. Ýmsar spurningar bárust frá félögum og áhugaverðar umræður fylgdu í kjölfarið.