Fréttir
Marinó Sveinsson og Hjalteyri Experience
21. september 2016
Marinó
Sveinsson sagði frá ferðaþjónustuverkefni að Hjalteyri sem nefnist
Hjalteyri Experience. Á Hjalteyri er blómlegt listalíf þar sem
Verksmiðjan er rekin í gamla mjölhúsinu, þar er hvalaskoðun,
fiskþurrkun, þar er rekið lúxushótel, heitur pottur er í fjörunni og
þaðan er stunduð köfun í Eyjafirði. Ætlunin er að með Hjalteyri
Experience eflist ferðaþjónusta til muna. Á næstu árum er stefnt að því
að setja upp upplifun eða sýningu um hafið, opna veitingahús og
gjafavöruverslun og samþætta þá þjónustu við hið öfluga líf og upplifun
sem þegar er til staðar á svæðinu.