Fréttir
  • Arnar Már Arngrímsson

21.1.2016

Arnar Már Arngrímsson, rithöfundur

20. janúar 2016

Arnar Már Arngrímsson, menntaskólakennari og rithöfundur hélt erindi um bók sína Sölvasaga unglings. Bókin, sem var tilefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, var skipuð í flokk með barna- og unglingabókmenntum, en Arnar Már sagði hana vera fyrir 15 ára eldri. Bókin sem er þroskasaga er um andhetjuna Sölva, sem er 15 ára, þunglyndur og einmanna tölvunörd á Stór-Reykjavíkursvæðinu sem hefur ekki stundað skólann vel. Örlögin haga því þannig að foreldrar hans sem eru féþurfi, leggja til að Sölvi fari í sveit til ömmu sinnar. Sölvi sem þekkir ömmu sína lítið, á eftir að kynnast sveitalífinu, ömmu sinni, Tómasi á næsta bæ og Arndísi barnabarni hans. Arnar Már las kafla úr bókinni, okkur til skemmtunar.