Fréttir
Aaron Likens
3. ágúst 2016
Nýr forseti, Ragnar Ásmundsson, lagði til að á hverjum fundi myndi félagi
segja frá einum nóbelsverðlaunahafa. Ragnar sagði frá Niels Ryberg
Finsen, sem fékk nóbelsverðlaun í læknisfræði árið 1903. Niels átti
íslenska foreldra.
María Pétursdóttir, fráfarandi forseti flutti skýrslu stjórnar 2015-2016.
Að lokum hélt Aaron Likens stutt erindi um asperger, sem er ein tegund einhverfu. Aaron sem er frá Indiana í Bandaríkjunum er sjálfur greindur með asperger. Hann sagði frá lífi sínu, m.a. þegar hann var barn og unglingur og hvaða áhrif það hafði á líf hans, m.a. félagsleg tengsl. Þegar hann fék greiningu um tvítugt fór hann að skoða vefsíður, þar sem hann las að sennilega myndi hann aldrei fá fast starf. Eftir nokkur ár þar sem hann var atvinnulaus og þunglyndur fór hann að skrifa um líf sitt og asperger. Í dag er hann rithöfundur og heldur fyrirlestra. Hann ætlar m.a. að skrifa ferðasögu, en í dag er hann að ferðast um og segja frá lífi sínu. Fyrsta bók hans heitir "Finding Kansas", sem fengið hefur góða dóma.
María Pétursdóttir, fráfarandi forseti flutti skýrslu stjórnar 2015-2016.
Að lokum hélt Aaron Likens stutt erindi um asperger, sem er ein tegund einhverfu. Aaron sem er frá Indiana í Bandaríkjunum er sjálfur greindur með asperger. Hann sagði frá lífi sínu, m.a. þegar hann var barn og unglingur og hvaða áhrif það hafði á líf hans, m.a. félagsleg tengsl. Þegar hann fék greiningu um tvítugt fór hann að skoða vefsíður, þar sem hann las að sennilega myndi hann aldrei fá fast starf. Eftir nokkur ár þar sem hann var atvinnulaus og þunglyndur fór hann að skrifa um líf sitt og asperger. Í dag er hann rithöfundur og heldur fyrirlestra. Hann ætlar m.a. að skrifa ferðasögu, en í dag er hann að ferðast um og segja frá lífi sínu. Fyrsta bók hans heitir "Finding Kansas", sem fengið hefur góða dóma.