Sóley Björk Stefánsdóttir hugsjónakona
14. október 2015
Félagi Sóley Björk flutti starfsgreinaerindi og kom víða við. Hún valdi að að ræða um feril sinn sem fjölmiðlafræðingur en var á því síðar í erindinu að hugsjónakona ætti betur við. Sóley gerði nokkar heimildamyndir á framhaldsskólaárum sínum en snéri sér að fjölmiðlafræði þegar hún áttaði sig á að hún væri sólgin í fréttir og upplýsingar. Hún rak vefmiðil á árunum 2012 til 2014 undir slóðinni AKV.is en seldi þann rekstur þegar hún settist í bæjarstjórn. Sóley ræddi mátt miðla og rakti þann mun að fésbókin væri góð til að vekja athygli en efnislegar upplýsingar væru betur geymdar á heimasíðum. Hún telur fésbókina mikinn upplýsingamiðil og sagðist sjálf aldrei horfa á sjónvarp heldur fengi hún allar sínar fréttir af netinu. Sóley hefur gegnum tíðina fengist við kennslu í námskeiðsformi í HA um staðarmiðla undir heitinu „Fjölmiðlar nær og fjær“ í dag er Sóley bæjarfulltrúi fyrir Vinstri græn, situr í stjórnum kvikmyndaklúbbsins Kvikyndis og Aflsins en einnig er hún deildarstjóri Akureyrardeildar KEA. Hún er meðvituð um að njóta þess sem hún gerir og að lifa lífinu.