Fréttir
Heimsókn í VMA
28. október 2015
Verkmenntaskólinn á Akureyri var heimsóttur þetta skiptið. Benedikt Barðason áfangastjóri var svo vinalegur að taka á móti okkur og ganga um álmur skólans sem eru allnokkrar og létt að villast. Með í för var Rótarýfélagi Bernharð Haraldsson fyrrverandi skólameistari VMA og stakk hann að ýmsum skemmtilegum sögum frá uppbyggingartíma skólans. Benedikt fór meðal annars með hópinn í álmur vélstjórnar, matvælabrautar, rafvirkjunar og listnáms. Félagar voru allir sammála um að mikið og flott starf væri unnið í skólanum en einnig hvað allt var snyrtilegt og vel um gengið. Í lokin var boðið uppá snittur frá Lostæti sem rekur heilsumötuneyti í skólanum. Forráðamönnum VMA er færðar bestu þakkir fyrir móttökuna.