Fréttir

23.2.2015

Kveðskapur og kjarnasamruni

Fundur 19. febrúar

Gunnar Sigurjónsson var með þriggja mínútna erindi og sagði frá því er hann bauð sig fram til biskups fyrir nokkrum árum. Hann flutti mál sitt í bundnu máli og einnig svaraði hann fyrirspurnum á þann hátt.Gunnar flutti nokkur erindi úr framboðsræðu sinni.


Gestur fundarins var Sveinn Ólafsson, eðlisfræðingur við Háskóla íslands. Hann fjallaði um spurninguna hvort kjarnasamruni vetnis væri mögulegur við lágan hita?  Í lok erindis síns greindi Sveinn frá tilraunum í Háskóla Íslands og sagði að eitthvað hefði gerst 22. janúar síðastliðinn. Hann virtist ætla að skilja fundarmenn eftir hangandi undir spurningamerkinu, sem var niðurlag erindis hans. Þá var Sveinn m.a. spurður hvort árangur tilrauna í Háskólanum þennan merka dag myndi leiða til lausna á orkuþörf mannsins. Svar Sveins var einfalt: Kannski. 
Farið var með fjórprófið og forseti sleit fundi.

lutti nokkur erindi úr framboðsræðu sinni.