Fréttir

22.4.2015

Framhald hátíðahalda í tilefni 15 ára afmælis

Föstudaginn 17. apríl brugðu félagar í Borgum undir sig betri fætinum og héldu í borgarferð til Reykjavíkur. Eiríkur Ingi Friðgeirsson, félagi í Borgum og veitingamaður á Hótel Holti, tók höfðinglega á móti hópnum, trúlega yfir 30 félögum, auk maka og annarra fylgifiska. Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, sýndi gestum ótrúlegt listaverkasafn sem Hótel Holt hýsir. Hann sagði að Þorvaldur Guðmundsson hefði á ævi sinni eignast um 1500 málverk og myndir og þar var Kjarval í miklu uppáhaldi. Síðan var gengið um ævintýrlega salarkynni Holtsins og endað á barnum þar sem freyðivín beið gesta.