Fréttir
Gömul jól og Gerðarsafn
Friðgerður Friðgeirsdóttir flutti þriggja mínútna erindi á fundinum 4. desember og rifjaði upp aðventu og jól á bernskuheimili sínu á Patreksfirði. Margt er breytt og stundum virðist ótrúlegt hve miklar breytingar hafa orðið á nokkrum áratugum.
Fundurinn var í umsjá skemmtinefndar og kynnti Emma Eyþórsdóttir fyrirlesara dagsins, Guðbjörgu Kristjánsdóttir. Hún sagði frá
Gerðarsafni í Kópavogi sem hún veitti forstöðu í 20 ár en hefur nú nýlega látið af störfum. Guðbjörg rakti sögu safnsins, en upphafð má rekja til gjafar á 1400 listaverkum Gerðar Helgadóttur til Kópavogsbæjar árið 1977. Sýningar í safninu hafa verið fjölbreyttar og sýndi Guðbjörg myndir frá nokkrum þeirra. Hún svaraði fyrirspurnum í lok erindis síns m.a. um geymslu á listaverkum safnsins og val verka sem safnið kaupir hverju sinni.
Fundurinn var í umsjá skemmtinefndar og kynnti Emma Eyþórsdóttir fyrirlesara dagsins, Guðbjörgu Kristjánsdóttir. Hún sagði frá
Gerðarsafni í Kópavogi sem hún veitti forstöðu í 20 ár en hefur nú nýlega látið af störfum. Guðbjörg rakti sögu safnsins, en upphafð má rekja til gjafar á 1400 listaverkum Gerðar Helgadóttur til Kópavogsbæjar árið 1977. Sýningar í safninu hafa verið fjölbreyttar og sýndi Guðbjörg myndir frá nokkrum þeirra. Hún svaraði fyrirspurnum í lok erindis síns m.a. um geymslu á listaverkum safnsins og val verka sem safnið kaupir hverju sinni.
Í lok fundar fóru félagar með fjórprófið og forseti sleit fundi.