Fréttir

22.10.2014

Heimsókn umdæmisstjóra 12.10.2014

Guðbjörg Alfreðsdóttir umdæmisstjóri var aðalgestur fundarins 9. október.Hún sagðist stefna að því að fjölga félögum og klúbbum í umdæminu á starfstíma sínum sem umdæmisstjóri. Hún sagði Rótarý-daginn 28. febrúar næstkomandi mikilvægan til að vekja athygli á hreyfingunni.


 
Magnús forseti sagði sögu Borga í stuttu máli frá stofnun klúbbsins árið 2000. Hann gat einnig um "yfirtöku félaga í Borgum í Rotaryclub of Edinburgh Breakfast þriðjudaginn 7. október í skemmtilegri Skotlandsferð.  Bjarnheiður Guðmundsdóttir greindi frá helstu niðurstöðum klúbbþings Borga.
Þórður Helgason fjallaði um nýútkomna ljóðabók sína sem inniheldur 52 sonnettur. Jónína Stefánsdóttir flutti þriggja mínútna erindi. Fundargerð