Fréttir

6.8.2015

Fyrsti fundur haustsins 06.08.2015

Forseti fór yfir stafsáætlun klúbbsins og nokkur hagnýt atriði varðandi einstaka liði s. s. fjölskyldugöngu og jeppaferð. Minnt var á umdæmisþingið sem verður í Borganesi 9.-10. október. Þá var farið í nefndaskipan og stafssvið nefnda. Að síðustu var hlutverk klúbbsins varðandi dvöl brasilíska skiptinemans okkar (Giovanna) rætt lítillega og minnt á að klúbburinn þarf að útvega henni tvær til þrjár fjölskyldur til að búa hjá eftir áramót. Einnig voru félagar hvattir til að bjóða henni í mat eða aðra félagslega skemmtun.