Fréttir

26.5.2015

Ópera og ótal tengingar

 Forseti setti fund 21. maí og að því búnu flutti Heiðrún Hákonardóttir þriggja mínútna erindi. Hún stiklaði á stóru í lífshlaupi sínu og staðnæmdist þar sem tengingar voru við félaga í Rótarýklúbbnum Borgum. Allt frá unglingsárum hafa þeir orðið á vegi hennar og tengsl eru í allar átti innan klúbbsins, ekki síst þar sem tónlistin kemur við sögu. 

 

Össur kynnti fyrirlesara dagsins, Árna Heimi Ingólfsson, doktor í tónlistarfræðum. Hann fjallaði um Benjamin Britten, eitt merkasta tónskáld síðustu aldar, og óperuna Peter Grimes. Árni Heimir sagði Grimes hafa verið skíthæl í upphaflegum  ljóðabálki, en klaufa í samskiptum og draumlyndan sveimhuga í óperunni. Hann sagði óperuna hafa farið sigurför víða um heim þegar hún var fyrst sett upp í lok síðari heimsstyrjaldar en í verkinu er m.a.  fjallað um það hvað gerist þegar múgæsing ber heilbrigða skynsemi ofurliði. Árni Heimir sagði að óperan um Peter Grimes ætti sannarlega erindi við samtímann.

 

Félagar fóru með fjórprófið og forseti sleit fundi.