Fréttir

18.5.2015

Snilldartilþrif og leikrænir tilburðir

Stóra upplestrarkeppnin hefur verið viðfangsefni nemenda í sjöunda bekk grunnskóla í tæplega 20 ár, en 7. maí var komið að félögum í Borgum að spreyta sig á verkefninu. Ekki er að orðlengja það að þau Bjarki, Guðrún Eggertsdóttir, Jón Pétursson, Jónína, Karl Skírnisson, Ásthildur, Snorri og Linda fóru á kostum í upplestrinum svo af varð hin besta skemmtun. Öll sýndu þau snilldartilþrif, mikil blæbrigði í lestrinum og leikræna tilburði hvort sem lesinn var texti eða ljóð. 

Fyrir hönd ritnefndar stjórnaði Þórður Helgason keppninni, en sér til trausts og hafði hann þrjá alþjóðlegra dómara. Eftir að dómnefnd hafði fundað í græna herberginu gerði Ingibjörg Einarsdóttir grein fyrir niðurstöðum hennar. Hún nefndi nokkur atriði, sem hugsanlega hefði verið betra að vita áður en upplesturinn hófst. Til dæmis að  tala skýrt og halda utan um sérhljóða, ekki lesa of hratt og ekki of hægt og tala til fólksins. Óhætt er að taka undir orð hennar um að allir lesarar hafi átt góða spretti. Svo fóru leikar að Linda var valinn lestrarhestur Rótarýklúbbsins Borga, en Ásthildur fékk aukaverðlaun fyrir einstaklega fallegan ljóðalestur.

Félagar fóru með fjórpófið og forseti sleit fundi.