Fréttir
  • thingv4

18.6.2012

Skundað á Þingvöll

Ferðanefnd stóð fyrir ferðalagi til Þingvalla þann 7. júní sl.

Fundurinn sem haldinn var þann 7. júní var með óhefðbundnu sniði. Fundurinn var í umsjón ferðanefndar sem stóð fyrir rútuferð til Þingvalla.  thingv2Þátttaka var góð og tóku fjölmargir makar þátt í ferðalaginu.  Guðbjörg Linda Udengaard leiddi gönguferð og var komið við á fornum aftökustöðum þingstaðarins. thingv1Síðan var gengið vestur með Þingvallavatni að sumarbústað Guðjóns Magnússonar og Margrétar konu hans. thingv3Þar var borin fram dýrindis gúllassúpa ættuð úr eldhúsi Eiríks Inga Friðgeirssonar . Ferðin var mjög vel heppnuð og skemmtileg tilbreyting í starfinu.