Fréttir

4.11.2014

Myndir og mein

Í upphafi 13. fundar starfsársins 30.október 2014 upplýsti forseti að engir gestir væru mættir og enginn hefði átt afmæli og þess vegna ekkert sem hægt væri að klappa fyrir.

Í þriggja mínútna erindi sagði Guðmundur Þórðarson sjúkrasögu sína í léttum dúr. Allt gekk vel í sögu Guðmundar en ástæða er til að vekja athygli á nauðsyn eftirlits með krabbameini í ristli sem er meðal algengustu krabbameina.

Aðalefni fundarins var sýning Marteins Sigurgeirssonar á kvikmyndum úr safni sínu úr sögu Kópavogs sem hann hefur byggt upp allt frá 1979. Viðmælendur Marteins fóru á kostum í myndbrotunum og sögðu m.a. sögur af samskiptum við hersetumenn á stríðsárunum og blómaskeiði bíósýninga í Kópavogsbíó.