Fréttir

28.10.2014

Gott basl í boði!

Ljóðalestur og breyttir bílar.

Í upphafi fundar 23. október greindi forseti frá vel heppnaðri jeppaferð og í þriggja mínútna erindi las Bergljót Sveinsdóttir ljóð eftir föðurafa sinn, Jón S. Bergmann frá Króksstöðum í Miðfirði.

Aðalgestur fundarins var Páll H. Halldórsson og fjallaði hann meðal annars um ferðamáta fyrr og nú. Hann sýndi gamlar og nýjar myndir frá óbyggðaferðum og sagðist ekki sleppa góðu basli á fjöllum væri það í boði. fundargerð